Lífið er yndislegt

Þá er vika 4 hafin og lífið er bara yndislegt. Það er meira en nóg að gera og tíminn flýgur áfram. Lilja pískar okkur út í Sporthúsinu þar sem við skvísurnar mætum á æfingar 4 sinnum í viku. Ég er búin að vera með svo miklar harðsperrur í rassinum núna í nokkra daga að ég á erfitt með að ganga upp stigana hér heima og það er ekkert grín því ég bý upp á 5 hæð í lyftulausu húsi. En það er sko alveg þess virði og þessi hópur er svo skemmtilegur. Mig hlakkar alltaf til þess að mæta á æfingar og hitta þessar hressu stelpur.

Og mér líður vel. Matarræðið gengur mjög vel og ég fer bara algjörlega eftir því sem ég var búin að ákveða og ætla mér að ná þeim markmiðum sem ég er búin að setja mér.

Á miðvikudagskvöldið förum við aftur til hennar Anítu og á fimmtudaginn verða svo 4 vikna mælingarnar, það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því.

Á þessu heimili mun helgin fara í lærdóm, gönguferðir og andlega uppbyggingu.

Eigið yndislega helgi

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eyja Bryngeirsdóttir

Höfundur

Eyja Bryngeirsdóttir
Eyja Bryngeirsdóttir
Stelpukona með flott markmið og stóra drauma
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband